Baráttan við fátæktina og misréttið hefur kostað Fantine lífið. Jean Valjean er enn á ný á flótta undan fortíð sinni en réttsýni logreglumaðurinn Javert er stoðugt á hælum hans. Þrátt fyrir mótbyr heldur Valjean ótrauður áfram í baráttunni fyrir réttlæti en hann hafði lofað Fantine að vernda dóttur hennar, Cosette, sem sætir illri meðferð í fóstri hjá Thénardier fjolskyldunni. Hér kristallast barátta milli góðs og ills í áhrifamikilli frásogn um von, æðruleysi og elju.Bókaserían Vesalingarnir kom fyrst út árið 1862 og naut umsvifalaust mikilla vinsælda. Bókin hefur verið þýdd á fjolda tungumála og er talin ein áhrifamesta skáldsaga sem gefin hefur verið út í Evrópu. Sagan gerist á fyrrihluta 19. aldar í Frakklandi þegar miklar hræringar eiga sér stað í samfélaginu. Þar fléttast líf ólíkra einstaklinga saman í orlagaríka atburðarás þrunginnar ástríðu, áræðis, og þrautseigju. Eftir skáldsogunni hafa verið gerðar fjolmargar kvikmyndir en árið 2012 fóru Hugh Jackman, Anne Hathaway og Russel Crowe með aðalhlutverk í eftirgerð Vesalingana undir leikstjórn Tom Hoopers.